Stefan skoraði gegn Tottenham
Keflvíkingurinn efnilegi fer vel af stað hjá Brighton
Keflvíkingurinn ungi Stefán Alexander Ljubicic skoraði gegn Tottenham um helgina fyrir lið sitt Brighton í enska fótboltanum. Um var að ræða leik U18 liða félagana þar sem Stefan átti þátt í öðru marki auk þess að skora sjálfur í 2-1 sigri. Stefan gerði þriggja ára samning við enska félagið síðasta sumar. Fótbolti.net greinir frá.
Stefan er 16 ára gamall og lék þrjá leiki með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni áður en hann samdi við Brighton. Hann hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands.