Stefan setti upp sýningu – Njarðvík með montréttinn
Skoraði 48 stig sem er hæsta skor hjá leikmanni á tímabilinu
Stefan Bonneau fór hamförum í liði Njarðvíkinga í 100-90 sigri liðsins gegn Keflavík í kvöld í TM-höllinni í Dominos-deild karla í körfubolta. Bandaríski leikstjórnandinn var óstöðvandi í sóknarleiknum og hann var maðurinn á bak við sigur þeirra grænklæddu í kvöld. Stefan skoraði 48 stig og tók að auki 12 fráköst þrátt fyrir að vera einn minnsti maðurinn á vellinum. Með sigrinum þokaði Njarðvík sér upp stigatöfluna og er með 20 stig eftir 16 umferðir og er í þriðja sæti en Keflavík er með 16 stig í 7. sæti.
Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik, en aðeins einu stigi munaði á liðunum í hálfleik, 41-40 fyrir Njarðvík.
Í þriðja leikhluta skildu leiðir og Njarðvíkingar skoruðu 31 stig gegn 19 stigum Keflvíkinga. Þann mun náðu heimamenn aldrei að vinna upp.
Fjórði leikhlutinn var jafn og endaði með eins stigs sigri heimamanna.
Keflavík-Njarðvík 90-100 (22-23, 19-17, 19-31, 30-29)
Stig Keflavíkur: Davon Usher 28/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 24, Þröstur Leó Jóhannsson 20/11 fráköst, Reggie Dupree 4, Arnar Freyr Jónsson 4/6 stoðsendingar, Damon Johnson 4/4 fráköst, Valur Orri Valsson 3/8 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 2, Andrés Kristleifsson 1, Gunnar Einarsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Knútur Eyfjörð Ingvarsson 0.
Stig Njarðvíkur: Stefan Bonneau 48/12 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 16/4 fráköst, Logi Gunnarsson 13/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 8/15 fráköst, Ágúst Orrason 8, Maciej Stanislav Baginski 6/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 1, Ólafur Helgi Jónsson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Magnús Már Traustason 0.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jón Bender
Staðan:
1 KR 16 15 1 1585 - 1300 30
2 Tindastóll 16 12 4 1519 - 1373 24
3 Njarðvík 16 10 6 1392 - 1310 20
4 Stjarnan 15 9 6 1332 - 1297 18
5 Þór Þ. 16 9 7 1504 - 1515 18
6 Snæfell 16 8 8 1418 - 1426 16
7 Keflavík 16 8 8 1339 - 1387 16
8 Haukar 15 7 8 1315 - 1306 14
9 Grindavík 16 7 9 1411 - 1451 14
10 ÍR 16 3 13 1366 - 1448 6
11 Fjölnir 15 3 12 1245 - 1409 6
12 Skallagrímur 15 3 12 1204 - 1408 6
x