Stefán Örn æfir með Keflavík
Stefán Örn Arnarson, framherji sem var leystur undan samningi sínum við Víking í Reykjavík fyrir skemmstu, mun æfa með Keflvíkingum næstu daga með það að sjónarmiði að ganga til liðs við þá. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.
Stefán býr og starfar í Reykjanesbæ og eru því hæg heimantökin að ganga til liðs við Keflavík þar sem framherjar eru af skornum skammti.
Leikmaðurinn lék einn leik með Víkingi í 1. deildinni og skoraði þar mark, en svaf yfir sig og missti af leik þeirra gegn KS og var látinn fara skömmu síðar.
Myndin er tekin af fréttasíðunni fotbolti.net: Daníel Rúnarsson