Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán í Víking?
Föstudagur 25. nóvember 2005 kl. 09:44

Stefán í Víking?

Knattspyrnumaðurinn Stefán Örn Arnarsson, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, á nú í samningaviðræðum við sitt gamla félag Víking í Reykjavík. Fram kemur á vefsíðunni fotbolti.net að Stefán hafi áhuga á því að vera áfram hjá Keflavík nái hann ekki að semja við Víking.

Stefán Örn sagði við fotbolta.net í gær:
„Ef Keflavík myndi óska eftir mínum kröftum og ef ég væri laus allra mála hjá Víkingum þá væri það auðvitað spennandi kostur. Þeir reyndust mér mjög vel í sumar og ég hef ekkert nema mjög gott um það að segja.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024