Stefán í liði vikunnar
Stefán Gíslason var valinn í lið vikunnar í Noregi af sjónvarpsstöðinni TV 2 en hann fór á kostum í viðureign Lyn og Brann þar sem Lyn hafði 2-0 sigur sl. sunnudag.
Stefán er fyrirliði Lyn og að sögn fotbolti.net mun Stefán hafa verið í sérflokki á vellinum, svo góð var hans spilamennska.
Lyn er í 7. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig.
www.fotbolti.net