Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán í byrjunarliði Íslands
Laugardagur 11. október 2008 kl. 15:59

Stefán í byrjunarliði Íslands

Keflvíkingurinn Stefán Gíslason er í byrjunarliði Íslands sem mætir Hollandi í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í kvöld. Leikið er ytra og verður við ramman reip að draga því hollenska liðið er eitt af bestu liðum heims. Stefán, sem leikur með Brönby í Danmörku, leikur sinn 26. landsleik í kvöld, en hann á enn eftir að opna markareikninginn fyrir Ísland.

Guðmundur Steinarsson var valinn í íslenska landsliðshópinn, en er ekki á leiksskýrslu í dag. Hann mun því ekki koma við sögu í leiknum.

Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Byrjunarlið Íslands (4-5-1):

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson
Hægri bakvörður: Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson
Miðverðir: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og Kristján Örn Sigurðsson
Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gíslason
Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen
Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson
Framherji: Veigar Páll Gunnarsson

Mynd: Stefán Gíslason verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024