Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 2. febrúar 2003 kl. 21:23

Stefán Gíslason semur við Keflavík

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason var rétt í þessu að komast að samkomulagi við Keflavík þess efnis að hann leiki með liðinu næstu tvö árin en Keflavík mun leika í 1. deild í sumar og er stefnan væntanlega sett beinustu leið upp. Mörg lið höfðu áhuga á að krækja í Stefán, þar á meðal úrvalsdeildarlið FH, en á fundi með forráðarmönnum knattspyrnudeildar Keflavíkur í kvöld ákvað hann að slá til og semja við Keflavík til tveggja ára.Í samtali við Víkurfréttir sagðist Stefán vera mjög sáttur við stöðu mála. „Ég hef æft með liðinu í janúar og líst mjög vel liðið, bæði leikmannahópinn og þjálfarann. Ég get því ekki sagt annað en að mér hlakki til að takast á við þetta nýja verkefni og hlakka til að byrja að spila með liðinu“, sagði Stefán.

Stefán sem lék í Austurríki á sl. tímabili er fæddur 1980 og verður því 23 ára á þessu ári.Hann er stór og stæðilegur varnar/miðjumaður og mun hann koma til með að styrkja lið Keflavíkur gríðarlega mikið enda leikmaður sem Keflvíkingum hefur vantað á miðjuna undanfarin misseri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024