Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 31. janúar 2003 kl. 19:25

Stefán Gíslason á leið til Keflavíkur?

Svo gæti farið að knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason sé á leið til Keflavíkur en hann hefur æft með liðinu að undanförnu. Nokkur úrvalsdeildarlið hafa sýnt Stefáni áhuga, þar á meðal FH en í íþróttafréttum á Stöðvar 2 var því haldið fram að Stefán hefði ákveðið að ganga til liðs við Keflavík. Í sömu frétt var einnig haldið því fram að Haukur Ingi Guðnason myndi ganga til liðs við Fylkir en þær fréttir fengust þó ekki staðfestar.Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir rétt í þessu að Stefán hefði ekki svarað þeim en búast mætti við svari frá honum um helgina. "Við höfum mikinn áhguga á því að fá Stefán til liðs við okkur og höfum boðið honum samning. Hann sagðist ætla að svara okkur um helgina og við bíðum bara rólegir þangað til", sagði Rúnar.
Stefán hefur leikið með austurísku félagsliði undanfarin ár en ákvað að snúa heim þaðan eftir að hafa ekki fengið borguð launin sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024