Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán eftirsóttur af stórliðum
Sunnudagur 17. júní 2007 kl. 17:50

Stefán eftirsóttur af stórliðum

Stefán Gíslason, fyrrum leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, er einn eftirsóttasti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið undir smásjá stórliða undanfarið. Vefmiðillinn fotbolti.net hefur í dag eftir fjölmiðlum í Noregi að danska liðið Bröndby hafi gert tilboð í Stefán, sem leikur nú með Lyn.

Fotbolti.net hefur eftir norskum miðlum að Stefán muni skoða tilboð danska liðsins ef liðin tvö komast að samkomulagi.

Einnig hafa heyrst sögusagnir þess efnis að útsendarar enn stærri liða hafi fylgst með Stefáni sem átti stórleik með liði sínu Lyn í gær þar sem hann skoraði 3 mörk í 6-0 sigri á Brann. Tvö fyrstu mörkin komu úr vítaspyrnum, en það þriðja skoraði hann með skoti af löngu færi. Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason byrjaði á bekknum en kom inná undir lok fyrri hálfleiks.

Samningur Stefáns við Lyn rennur út að lokinni þessari leiktíð og er honum þá frjálst að fara frá liðinu án greiðslu.

 

Heimild: www.fotbolti.net

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024