Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefan Bonneau skoraði 17 stig á 3.42 mínútum
Stefan Bonneau hefur skorað 37 stig að meðaltali fyrir Njarðvík.
Laugardagur 7. febrúar 2015 kl. 00:15

Stefan Bonneau skoraði 17 stig á 3.42 mínútum

Njarðvíkingurinn hefur skorað 37 stig að meðaltali í leik

Bandaríski leikmaðurinn Stefan Bonneau hefur heldur betur komið eins og stormsveipur inn í körfuboltann á Íslandi. Bonneau skoraði 48 stig í gær gegn Keflavík í Dominos deild karla og þar af skoraði hann 17 stig á innan við fjórum mínútum – samkvæmt tölfræðisnillingnum Óskari Ófeigi Jónssyni á Vísi og Fréttablaðinu.

Njarðvík hefur unnið síðustu fjóra leiki sína og er þetta annar leikurinn þar sem Bonneau skorar yfir 40 stig. Á þessum fjögurra mínútna kafla breyttist staðan í leik Keflvíkinga og Njarðvíkinga úr 63-53 í 83-54.  Bonneau skoraði fimm þriggja stiga körfur á þessum þremur mínútum og 42 sekúndum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stefan Bonneau hefur skorað 37,0 stig að meðaltali í leik þar af 23 þriggja stiga körfur sem gera 4,6 að meðaltali í leik.