Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefan Bonneau framlengir við Njarðvík
Þriðjudagur 16. júní 2015 kl. 10:27

Stefan Bonneau framlengir við Njarðvík

"Við erum himinlifandi með niðurstöðuna enda Stefan stórkostlegur leikmaður.“

Hinn bráð skemmtilegi leikmaður Njarðvíkinga frá því á síðasta tímabili, Stefan Bonneau hefur undirritað samning þess efnis að vera áfram í herbúðum Njarðvíkur á næstu leiktíð. Stefan skilaði aldeilis fínum tölum fyrir þá Njarðvíkinga eftir að hann kom til liðsins í desember, 34 stig, 5 stoðsendingar og tæplega 8 fráköst á leik. Karfan.is greinir frá.
„Við erum himinlifandi með niðurstöðuna enda Stefan stórkostlegur leikmaður. Stefan er einnig frábær liðsmaður innan vallar sem utan, hefur góð áhrif á liðsfélaga sína og gerir þá alla að betri leikmönnum. Nú höldum að mestu sömu sveit frá því á sl. tímabili þó svo einhverjar breytingar séu á hópnum. Fyrir vikið verður áfram byggt á þeirri vinnu sem er að baki og stefnan sett á að gera gott lið enn betra.“ sagði Gunnar Örlygsson formaður kkd UMFN í samtali við Karfan.is

Fyrir UMFN og körfuboltann á Íslandi, eru þessar fréttir dýrmætar, enda er Stefan Bonneau einn af allra bestu körfuboltamönnum sem spilað hefur hér á landi fyrr og síðar en einnig er Stefan hágæða skemmtikraftur inn á vellinum og mun trekkja að fjölmarga áhorfendur og án efa skemmta þeim vel á komandi tímabili líkt og á því síðasta. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024