Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán á eitt af bestu mörkum ársins
Mánudagur 27. október 2008 kl. 16:35

Stefán á eitt af bestu mörkum ársins

Keflvíkingurinn Stefán Gíslason á eitt af mörkum ársins í Danmörku, en þessa dagana er hægt að velja mark ársins í dönsku úrvalsdeildinni. Stefán. sem er fyrirliði Bröndby og leikmaður íslenska landsliðsins, á eitt af mörkunum sem koma til greina en það skoraði hann gegn FC Nordsjælland í maí á þessu ári.


Markið er með óvenjulegra móti en hann tók boltann snyrtilega á lofti og skoraði á bláhornið eftir nokkurn atgang fyrir utan teig andstæðinganna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hægt er að kjósa
um fallegasta markið á heimasíðu TV 2 í Danmörku.


Hér má sjá myndband
af markinu.


Mynd: Stefán Gíslason skoraði ótrúlegt mark í maí síðastliðnum sem gæti orðið mark ársins.