Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Starfsemi NES byrjar á fullu á ný
Miðvikudagur 21. ágúst 2013 kl. 08:08

Starfsemi NES byrjar á fullu á ný

Starfsemi NES, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum,hefst aftur að fullu eftir sumarfrí þriðjudaginn 27. Ágúst næstkomandi, en þá verður haldin kynningarfundur. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Akurskóla í Innri-Njarðvík. Stjórn NES og þjálfarar munu fara yfir helstu atriði í starfinu í vetur. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á starfsemi NES að koma og kynna sér starfsemina og hvort eitthvað sé í boði fyrir þá, hvort sem það séu iðkendur, aðstandendur eða sjálfboðaliðar sem hafa hug á málefnum fatlaðra.

Starfið í vetur verður fjölbreytt sem endra nær, en NES býður uppá æfingar í fótbolta, sundi, boccia og frjálsum. Það verða mót í næstum hverjum mánuði í öllum greinum og hafa allir hlutaðeigandi skemmt sér vel á þeim mótum, enda hefur árangurinn verið eftir því. Mikill uppgangur hefur verið í starfsemi NES og þá aðallega í fótboltanum og sundinu og mun sú uppbygging halda áfram. Á komandi ári mun einnig verða settur aukakraftur í boccia og frjálsar íþróttir, því við eigum mikið af flottum íþróttamönnum sem vilja láta til sín taka á þessu sviði og munum við með aukinni áherslu á þá starfsemi gera þeim kleift að stunda sína íþrótt af krafti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar rætt er um starf NES er ekki hægt að sleppa því að minnast á hittingar NES sem eru haldnir  einu sinni í hverjum mánuði. Þar koma saman iðkendur úr öllum deildum og skemmta sér saman, hvort sem það sé bíóferð, út að borða, diskótek eða fyrirlestrar. Mikið gaman hefur verið á þessum hittingum og finnst iðkendum og öðrum tengdum aðilum þeir bráðnauðsynlegir og oft það eftirminnilegasta í starfinu á hverjum vetri.

NES er vaxandi félag sem sinnir sínu fólki og viljum við í stjórn NES fá tillögur um starfsemina og hvar megi bæta við hana, því eru allar ábendingar vel þegnar í [email protected]. NES er einnig með opna síðu á Facebook þar sem fram koma ýmsar upplýsingar og viðburðir auglýstir.

Við vonum að sem flestir geti látið sjá sig á fundinum og kynnt sér starfsemina og vonandi fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sjáumst sem flest næsta þriðjudag.

kveðja
Stjórn NES