Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stærsti leikur sumarsins í Keflavík í kvöld
Úr leik Keflavíkur og Hauka fyrr í sumar.
Fimmtudagur 27. júlí 2017 kl. 10:57

Stærsti leikur sumarsins í Keflavík í kvöld

Einn stærsti leikur sumarsins verður á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík taka á móti Fylki í 14. umferð Inkasso-deildarinnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
 
Keflavík er fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar með 27 stig en Fylkir er á toppnum með 29 stig. Keflvíkingar geta því komist á toppinn með sigri í kvöld.
 
Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur á Stöð 2 Sport. Það skiptir hins vegar Keflvíkinga miklu máli að stuðningsmenn fjölmenni í stúkuna. Veðrið lofar góðu en gert er ráð fyrir 19 stiga hita í Keflavík í kvöld, þegar leikurinn hefst kl. 19:15.

Davíð Örn Óskarsson, Dr. Pepper, tók saman meðfylgjandi pepp-myndskeið fyrir leik kvöldsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024