Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stærsti leikur sumarsins hjá stelpunum í Keflavík
Fimmtudagur 9. ágúst 2018 kl. 10:44

Stærsti leikur sumarsins hjá stelpunum í Keflavík

Einn stærsti heimaleikur sumarsins hjá stelpunum verður á föstudag, 10. ágúst, þegar Keflavík tekur á móti Fylki.  Þessi tvö lið verma tvö efstu sætin í Inkasso-deild kvenna.

Þegar 12. umferð fer af stað þá er Keflavík með 31 stig eftir 11 leiki og Fylkir með 27 stig eftir 10 leiki og eiga því leiki til góða. Þessi lið áttu síðast við í Lengjubikarnum í mars 2017 og þá endaði leikurinn með jafntefli 1:1.
Í samtali við fyrirliða Keflavíkur, Natöshu, hvetur hún alla sanna Keflvíkinga að mæta og styðja við þær í toppslagnum á föstudag og taka stórt skref í átt að Pepsi-deildar sæti á næsta tímabili. „Eftir gott undirbúningstímabil og frábæran fyrri hluta í Inkasso-deildinni er kominn tími til að þess að fjölmenna á Nettóvöllinn og sjá hvað við höfum uppá að bjóða,“ sagði hún.
Leikurinn hefst kl. 19:15, veðrið lofar góðu og mun stjórnin grilla hamborgara fyrir leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024