Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stærsta Reykjanesmótið til þessa
Mánudagur 20. ágúst 2007 kl. 11:23

Stærsta Reykjanesmótið til þessa

Dagana 6.-9. september næstkomandi mun stærsta Reykjanesmótið til þessa í körfuknattleik fara fram. Leikið verður á sjö keppnissvæðum og eru átta lið skráð til leiks.

 

Liðunum verður skipt upp í tvo riðla og er leikið í tveimur íþróttahúsum á hverju kvöldi.

 

A-riðill í mótinu

Grindavík

Njarðvík

Haukar

Reynir

 

B-riðill í mótinu

Keflavík

Stjarnan

Breiðablik

Þróttur Vogum

 

Úrslitin verða svo leikin að Ásvöllum í Hafnarfirði þann 9. september. Þróttur Vogum verða með í Reykjanesmótinu en þeir unnu sér inn sæti í 1. deild karla eftir að hafa unnið glæsilegan sigur á Reyni í úrslitaleik 2. deild síðasta vor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024