Staðfest að Már Gunnars fer til Tokyo
Sundmaðurinn Már Gunnarsson gaf út á Facebook-síðu sinni rétt í þessu að loksins sé það staðfest að hann er á leið á Ólympíuleika fatlaðra 2021 sem fram fara í Tokyo dagana 24. ágúst til 4. september.
Már tryggði sér þátttökurétt fyrir löngu en hefur þurft að bíða staðfestingar sem eru loksins komnar.
Í upphaflegu fréttinni var ranglega sagt frá því að sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson væri öruggur keppandi Íslands þar sem hann væri ofar á stigalista en Már. Það var byggt á misskilningi og leiðréttist hér með.
Gleðilegar fréttir fyrir Má en hann sagði í viðtali við Víkurfréttir fyrr í ár að fengi hann að ráða færu þeir báðir út.
Tilkynning Más á Facebook:
„It’s finally confirmed. Már to Tokyo 2021. Paralympics here I come!“