Staðan versnar hjá Grindvíkingum og Njarðvíkingum
Góður sigur hjá Keflvíkingum
Keflvíkingar sigruðu Hamarskonur á útivelli 86-91 í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gær. Keflvíkingar þurftu að hafa fyrir sigrinum en frábær lokaleikhluti hjá Suðurnesjakonum gerði útslagið. Bryndís Guðmundsdóttir átti frábæran leik en hún skoraði 31 stig og tók 8 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði svo 26 stig. Keflvíkingar eru á toppi deildarinnar ásamt Snæfellingum með 18 stig.
Hamar-Keflavík 86-91 (20-24, 24-19, 25-20, 17-28)
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 31/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 26/4 fráköst, Porsche Landry 18/4 fráköst/8 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3.
Grindvíkingar töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar þær heimsóttu Valsara í gær. Lokatölur leiksins urðu 73-64. Ætla má að Grindvíkingar sakni Pálínu Gunnlaugsdóttur en engu að síður hefur leikur liðsins ekki verið upp á marga fiska að undanförnu.
Valur-Grindavík 73-64 (16-13, 17-21, 20-19, 20-11)
Grindavík: Lauren Oosdyke 20/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8/12 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 7/9 fráköst/6 stoðsendingar, Marín Rós Karlsdóttir 1/5 fráköst.
Njarðvíkingar hafa nú tapað átta leikjum í röð og er staða þeirra orðin frekar slæm á botni deildarinnar. Að þessu sinni skelltu Snæfellingar Njarðvíkingum á heimavelli þeirra grænklæddu, 66-95. Jasmine Beverley var í sérflokki hjá Njarðvík en hún skoraði 25 stig og tók 11 fráköst.
Njarðvík-Snæfell 66-95 (16-20, 13-21, 15-32, 22-22)
Njarðvík: Jasmine Beverly 25/11 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 9/6 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 9, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/9 stoðsendingar, Emelía Ósk Grétarsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 4, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 3/4 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 2.