Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Staðan í Danmörku (uppfært): Keflavík úr leik
Fimmtudagur 2. ágúst 2007 kl. 17:26

Staðan í Danmörku (uppfært): Keflavík úr leik

Uppfært:

Keflvíkingar eru úr leik í undankeppni UEFA keppninnar í knattspyrnu eftir 2-1 ósigur gegn danska liðinu Midtjylland. Lokatölur leiksins í Danmörku voru 2-1 heimamönnum í vil og það dugði þeim til að komast áfram í keppninni. Baldur Sigurðsson kom Keflavík í 0-1 á 23. mínútu en Midtjylland gerðu tvö mörk í síðari hálfleik og því urðu úrslitin í einvíginu 4-4 en Danirnir fara áfram tveimur útimörkum sem þeir gerðu í Keflavík.

Bikarmeistararnir stóðu sig vel í dag og börðust af krafti og áttu fín færi í leiknum en Midtjylland reyndust númeri of stórir og voru mun meira með boltann í leiknum. Keflvíkingar geta engu að síður borið höfuð hátt þar sem þeir létu eitt besta lið Danmerkur hafa virkilega mikið fyrir því að komast áfram í UEFA keppninni.

 

Nánar síðar...

_____________________________________________________________________________

Midtjylland er komið í 2-1 gegn Keflavík á SAS Arena í Herning í Danmörku. Staðan í einvíginu er því orðin 4-4 og það nægir Midtjylland til að komast áfram í keppnini þar sem þeir gerðu tvö útimörk. Nái Keflavík að jafna metin komast þeir áfram. Skammt er til leiksloka en það var framherjinn Dadu sem kom heimamönnum í 2-1 á 73. mínútu leiksins og því liðu aðeins sex mínútur á milli markanna hjá heimamönnum.

 

Nánar síðar

______________________________________________________________________________

Midtjylland hafa jafnað metin í 1-1 gegn Keflavík með marki á 67. mínútu. Markið kom eftir klafs í teig Keflavíkur. Heimamenn eru mun sterkari um þessar mundir og eru í sóknarham. Keflvíkingar eru í nauðavörn um þessar mundir en ef þetta verða lokatölur leiksins þá komast Keflvíkingar áfram. Það var S. Poulsen sem skoraði mark Midtjylland.

 

Nánar síðar...

________________________________________________________________________________________________

Keflavík hefur 1-0 yfir í hálfleik gegn Midtjylland í síðari leik liðanna í undankeppni UEFA keppninnar í knattspyrnu. Baldur Sigurðsson kom Keflavík í 1-0 á 23. mínútu en heimamenn hafa verið mun meira með boltann. Varnarmaðurinn Nicolai Jörgensen fékk þungt högg í snemma í fyrri hálfleik en hann mun vera áfram inn á leikvellinum til að byrja með í síðari hálfleik. Hann og Guðmundur Viðar Mete hafa stjórnað varnarleik Keflavíkur eins og herforingjar. Nokkur hópur af stuðningsmönnum Keflavíkur er á leiknum og hafa þeir verið að styðja rækilega við sitt lið enda ærin ástæða ti.

 

Nánar síðar...

 

_________________________________________________________________________________________________

Staðan í leik Midtjylland og Keflavíkur er 0-1 Keflavík í vil eftir að Baldur Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu með skoti utan við teig.

 

Heimamenn í Midtjylland hafa verið mun meira með boltann en Keflvíkingar eru að verjast vel og leika skynsamlega.

 

Nánar síðar…

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024