Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

SSÍ styrkir ekki sundmenn á EM í Króatíu
Mánudagur 27. október 2008 kl. 14:25

SSÍ styrkir ekki sundmenn á EM í Króatíu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sundssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að enginn keppandi verði styrktur af sambandinu til keppni á  Evrópumótið í 25 metra laug sem fram fer í byrjun desember  í Rijeka í Króatíu. Þetta er gert vegna  þess að fjármögnun SSÍ seinasta hluta þessa árs brást óvænt, að því er fram kemur á heimasíðu SSÍ. Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar versnuðu verulega mikið á mjög stuttum tíma sem verður til þess að fjármögnun SSÍ fyrir árið 2009 er í uppnámi og næsta ár verður kostnaðarsamt þar sem á dagskrá er HM50, EMU, Smáþjóðaleikar og fleira. 

 

Stjórn SSÍ leggst engu að síður ekki gegn því að einstaklingar fari á eigin kostnað á Evrópumótið í 25 metra laug, að því gefnu að Sundsamband Íslands beri engan kostnað, hvorki beinan né óbeinan, af þeirri för.  Einnig er nauðsynlegt að sundfólkið og þeir sem fara með þeim á mótið undirriti yfirlýsingu um að þau fari undir merkjum Íslands og hafi kynnt sér umgjörð LEN og SSÍ á Evrópumeistaramótum.

 

Keppendur geta keppt í þeim greinum sem þeir hafa náð lágmörkum Landsliðsnefndar SSÍ fyrir EM25 og skráningar í einstakar greinar verða að fara fram í gegnum skrifstofu SSÍ.  Að öðru leyti kemur skrifstofa SSÍ ekki að undirbúningi keppenda fyrir mótið.  Hins vegar er mikilvægt að sundfólk sem ætlar á eigin vegum á mótið hafi með sér samstarf til að minnka kostnað við þessa för.

 

Það er von SSÍ að þessi niðurstaða sé viðunandi þó að þessi útfærsla sé þvert á þann anda sem ríkt hefur á sundþingum síðustu tveggja ára um hvernig standa eigi að þátttöku íslenskra keppenda á Evrópu- og Heimsmeistaramótum.