SR tapaði gegn TV í Hraðskákkeppni taflfélaga
Taflfélag Vestmanneyja sigraði Skákfélag Reykjanesbæjar í viðureign félaganna í fyrstu viðureign 1. umferðar Hraðskákkeppni taflfélaga en sveitirnar tefldu í Reykjavík í dag. Úrslit urðu 43,5-28,5 en staðan í hálfleik var 21,5-14,5.
Páll Agnar Þórarinsson stóð sig best eyjamanna en Haukur Bergmann fékk flesta vinning Suðurnesjamanna.
Árangur SR-manna:
Haukur Bergmann 8.5
Jóhann Ingvason 7.5
Helgi Jónatansson 5
Þórir Hrafnkelsson 3
Júlíus Guðmundsson 3
Snorri Snorrason 1.5