Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Spyrna Grindvíkingar sér frá botninum?
Mánudagur 21. maí 2012 kl. 14:04

Spyrna Grindvíkingar sér frá botninum?



Grindvíkingar eygja möguleika á því að lyfta sér af botni Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en þeir taka þá á móti Stjörnunni á heimavelli sínum. Grindvíkingar eru með 1 stig eftir 3 umferðir en þeir töpuðu grátlega gegn Fram í síðustu umferð með fjórum mörkum gegn þremur, eftir að hafa verið 1-3 yfir. Stjörnumenn gerðu á meðan góða ferð suður og unnu sigur á Keflvíkingum 0-1.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024