Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sprettsundsmótið í Eyjum: ÍRB tók flest verðlaun
Mánudagur 4. október 2004 kl. 11:14

Sprettsundsmótið í Eyjum: ÍRB tók flest verðlaun

Sundfólkið í ÍRB var að standa sig mjög vel á Sprettsundsmóti ÍBV um helgina. Liðsmennirnir voru að synda vel, þrátt fyrir að eitthvað vantaði uppá formið hjá þeim elstu. Þau hafa eingöngu verið að æfa 5 sinnum í viku í stað 6 – 10 sinnum, en vegna viðgerða á sundmiðstöðinni þá hefur ekki verið hægt að æfa nóg.

Það kom samt ekkert í veg fyrir það að ÍRB-liðar væru að taka inn stærstan hluta af þeim verðlaunum sem í boði voru. Lið ÍRB er greinilega orðið stærsta og besta félagsliðið á landinu því keppendur þeirra voru ¼ af heildarfjölda keppendanna á mótinu og voru þau til sóma á alla vegu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024