Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sportspjallið: Erla Þorsteins
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 15:36

Sportspjallið: Erla Þorsteins

Lið Keflavíkur hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í kvennakörfunni í vetur. Þær hafa unnið alla þá fjóra titla sem búið er að keppa um og vantar aðeins einn í viðbót til að ná öllum sem í boði eru, en það er sjálfur Íslandsmeistaratitillinn. Erla Þorsteinsdóttir er fyrirliði liðsins og einn sterkasti leikmaður þess. Hún hefur um árabil verið meðal sterkustu körfuknattleikskvenna landsins og hefur leikið fjölmarga landsleiki fyrir Íslands hönd þrátt fyrir að vera enn ung að árum. Víkurfréttir slógu á þráðinn til Erlu og spurðu hana nokkurra laufléttra spurninga.

 

Hvenær fórstu að æfa körfu?

Ég var tólf ára þegar ég byrjaði að æfa körfubolta og hef alltaf spilað með Keflavík fyrir utan eitt ár sem ég var í skóla í Bandaríkjunum og spilaði þar.

 

Hverjir eru þínir helstu styrkleikar/veikleikar sem leikmanns?

Mínir helstu styrkleikar eru hæðin og líkamlegur styrkur. Veikleikar... það er nú endalaust hægt að bæta sig.

 

Ertu í skóla?

Já, ég er á öðru ári í Kennaraháskólanum.

 

Flækist boltinn ekkert fyrir?

Nei, en það er mjög mikið að gera hjá mér en með góðu skipulagi hefst þetta allt saman

 

Hefurðu hjátrú fyrir leiki?

Já, fer í gegnum ákveðna rútínu fyrir leiki og er t.d. alltaf með sama snagann í búningsklefanum.

 

Hvað er eftirminnilegasta atvik sem þú manst eftir úr leik?

Það er bara endaspretturinn í Bikarúrslitunum um daginn. Það var alveg ógleymanlegt þegar flautað var til leiksloka og við höfðum snúið leiknum okkur í hag. Það var æðisleg tilfinning!

 

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?

Olnboginn á Eplunus Brooks :-)

 

Nú eruð þið í Keflavík búnar að vinna fjóra titla í vetur, hverju þakkarðu árangur ykkar?

Við erum með mjög gott lið, góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Við
stefnum allar á það sama og vitum hvað þarf til að vinna.

 

Margt Smátt...

Hæð:183

Skónúmer: 42

Áttu bíl? Volkswagen Bora.

Hvaða bók lastu síðast? Leila, bosnísk stúlka.

Hvaða diskur er í græjunum? Diskurinn „Ég tala um þig“ með Björgvini Halldórs.

Ef þú værir forsætisráðherra í einn dag hvað yrði þitt fyrsta embættisverk? Að þyngja refsingar í morð og kynferðisafbrotamálum.

Uppáhalds-

Hljómsveit? Sálin klikkar aldrei

Bíómynd? Sá síðast “Along came Polly” sem var mjög skemmtileg.

Leikari? Friends gengið er í miklu uppáhaldi.

Matur? Kjúklingur og fiskur.

Drykkur? Vatn og grænn Burner.

.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024