Sportmannapistill: VONBRIGÐI
Þetta var annar leikurinn sem ég hef séð í sumar. Sá fyrri var gegn Víkingi sem við unnum óverðskuldað að flestra, þar með talið mínu, mati. Slíkir sigrar styrkja sálina og sjálfstraustið. Og víst er að leikirnir sem komu í kjölfarið gáfu tilefni til bjarsýni ekki síst stórsigurinn gegn KR og leikurinn gegn FH þrátt fyrir tap. Ég hlustaði á landsliðsþjálfarann okkar, Eyjólf Sverrisson, segja á Sportmannafundi fyrir Akranesleikinn að Keflavík hefði verið betri aðilinn í leiknum gegn Kaplakrikaliðinu og marga aðra hef ég heyrt fyllyrða að við hefðum þá átt skilið öll stigin þrjú miðað við gang leiksins. Og FH er besta knattspyrnulið á Íslandi um þessar mundir! Jú, ég hafði svo sannarlega ástæðu til að mæta á völlinn fullur bjartsýni - reyndar með smá kvíðboga hugsandi um þá staðreynd að Keflvíkingar hafa á heimavelli átt í miklu basli með Skagamenn síðustu ár. Er það orðið sálrænt samanber Svíagrýluna margumræddu í tengslum við handboltann?
Keflvíkingar hófu leikinn vel og virtust ætla að yfirspila Skagamenn. Strax á fyrstu mínútunum prjónuðu þeir sig í gegn um vörn þeirra með fallegum samleik og endaði sú sókn með skalla á markið sem Bjarki varði vel. Skagamenn án stiga eftir fyrstu fimm umferðir Íslandsmótsins vantaði greinilega sjálfstraustið sem eðlilegt má telja. En fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Skagamenn komust hægt og bítandi inn í leikinn. Helstu ástæður þess voru annars vegar að sóknarleikur Keflavíkurliðsins þróaðist í langspyrnur sem báru knöttinn iðulega til andstæðinganna og hins vegar að Arnar Gunnlaugsson fékk að leika lausum hala fyrir framan öftustu vörn Keflavíkurliðsins, tók þar við sendingum nánast óáreittur og dreifði til samherja sinna með kunnáttu og reynslu atvinnumannsins. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum náði ÍA að skora og réð það mark úrslitum. Í kjölfarið tóku Keflavíkurpiltarnir öll völd um stund en allt fór síðan í sama farið og áður. Í síðari hálfleik breyttu Keflvíkingar um leikaðferð í sókninni, hættu langspyrnum að mestu en reyndu að spila stutt í gegnum vörn Skagamanna. Hinir síðarnefndu léku hins vegar af skynsemi, bökkuðu hratt er þeir misstu boltann, náðu að skipuleggja varnarvinnuna vel og lokuðu svæðum. Beittu síðan skyndisóknum sem nokkrar voru við það að skila þeim marki enda samvinna varnar Keflavíkurliðsins af skornum skammti. Einnig reyndist Bjarki, Keflvíkingurinn í marki Skagamanna, sínu gamla félagi erfiður ljár í þúfu og varði allan leikinn vel og af miklu öryggi. Þrátt fyrir ágætis tilraunir öðru hverju náðu leikmenn Keflavíkurliðsins ekki að skora og voru í raun engan veginn að ná saman í þessum leik sem var einkum áberandi í mjög svo tilviljunarkenndum sóknarleik. Í heildina séð virkaði Keflavíkurliðið þó - þrátt fyrir allt - sterkari aðilinn enda verð ég að viðurkenna að ég man ekki efir að hafa séð fyrr jafn óburðugt lið frá Akranesi - sem að sjálfsögðu eykur sviðann undan tapinu enn frekar.
Þeir sem hafa staðið í eldlínunni í íþróttum vita að ávallt er farið til leiks með því hugarfari að standa sig vel. Það ætti enginn nokkurn tíma að draga í efa. En það þarf bara fleira til eins og dæmin sanna. Hafið þið, lesendur góðir, einhvern tíma hugleitt hversu margt þarf að smella saman í knattspyrnuleik til að árangur náist? Þau atriði eru fleiri en margan grunar. Hvað var það sem kom í veg fyrir að okkar menn skiluðu góðum leik gegn ÍA? Var það þreyta, vanmat á andstæðingnum, ófullnægjandi undirbúningur, sárindi eftir FH-leikinn, óheppni, röng liðsskipan, röng leikaðferð, mórallinn, óhagstæð vallarskilyrði, veðrið, "Skagagrýlan", dómgæslan, voru leikmenn með hugann við Evrópuleikina, ... Svona mætti lengi telja. Ef til vill var ástæðan bland af þessu öllu.
Við ykkur sem skipið Keflavíkurliðið vil ég segja: Upp með hökuna! Við töpuðum orrustu en ekki stríði. Lærum af því allt sem hægt er og mætum tvíefldir til næsta leiks. Það er fullt af stigum í boði framundan og aragrúi nýrra, spennandi tækifæra.
Þorsteinn Ólafsson, Sportmaður nr. 2.
Keflvíkingar hófu leikinn vel og virtust ætla að yfirspila Skagamenn. Strax á fyrstu mínútunum prjónuðu þeir sig í gegn um vörn þeirra með fallegum samleik og endaði sú sókn með skalla á markið sem Bjarki varði vel. Skagamenn án stiga eftir fyrstu fimm umferðir Íslandsmótsins vantaði greinilega sjálfstraustið sem eðlilegt má telja. En fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Skagamenn komust hægt og bítandi inn í leikinn. Helstu ástæður þess voru annars vegar að sóknarleikur Keflavíkurliðsins þróaðist í langspyrnur sem báru knöttinn iðulega til andstæðinganna og hins vegar að Arnar Gunnlaugsson fékk að leika lausum hala fyrir framan öftustu vörn Keflavíkurliðsins, tók þar við sendingum nánast óáreittur og dreifði til samherja sinna með kunnáttu og reynslu atvinnumannsins. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum náði ÍA að skora og réð það mark úrslitum. Í kjölfarið tóku Keflavíkurpiltarnir öll völd um stund en allt fór síðan í sama farið og áður. Í síðari hálfleik breyttu Keflvíkingar um leikaðferð í sókninni, hættu langspyrnum að mestu en reyndu að spila stutt í gegnum vörn Skagamanna. Hinir síðarnefndu léku hins vegar af skynsemi, bökkuðu hratt er þeir misstu boltann, náðu að skipuleggja varnarvinnuna vel og lokuðu svæðum. Beittu síðan skyndisóknum sem nokkrar voru við það að skila þeim marki enda samvinna varnar Keflavíkurliðsins af skornum skammti. Einnig reyndist Bjarki, Keflvíkingurinn í marki Skagamanna, sínu gamla félagi erfiður ljár í þúfu og varði allan leikinn vel og af miklu öryggi. Þrátt fyrir ágætis tilraunir öðru hverju náðu leikmenn Keflavíkurliðsins ekki að skora og voru í raun engan veginn að ná saman í þessum leik sem var einkum áberandi í mjög svo tilviljunarkenndum sóknarleik. Í heildina séð virkaði Keflavíkurliðið þó - þrátt fyrir allt - sterkari aðilinn enda verð ég að viðurkenna að ég man ekki efir að hafa séð fyrr jafn óburðugt lið frá Akranesi - sem að sjálfsögðu eykur sviðann undan tapinu enn frekar.
Þeir sem hafa staðið í eldlínunni í íþróttum vita að ávallt er farið til leiks með því hugarfari að standa sig vel. Það ætti enginn nokkurn tíma að draga í efa. En það þarf bara fleira til eins og dæmin sanna. Hafið þið, lesendur góðir, einhvern tíma hugleitt hversu margt þarf að smella saman í knattspyrnuleik til að árangur náist? Þau atriði eru fleiri en margan grunar. Hvað var það sem kom í veg fyrir að okkar menn skiluðu góðum leik gegn ÍA? Var það þreyta, vanmat á andstæðingnum, ófullnægjandi undirbúningur, sárindi eftir FH-leikinn, óheppni, röng liðsskipan, röng leikaðferð, mórallinn, óhagstæð vallarskilyrði, veðrið, "Skagagrýlan", dómgæslan, voru leikmenn með hugann við Evrópuleikina, ... Svona mætti lengi telja. Ef til vill var ástæðan bland af þessu öllu.
Við ykkur sem skipið Keflavíkurliðið vil ég segja: Upp með hökuna! Við töpuðum orrustu en ekki stríði. Lærum af því allt sem hægt er og mætum tvíefldir til næsta leiks. Það er fullt af stigum í boði framundan og aragrúi nýrra, spennandi tækifæra.
Þorsteinn Ólafsson, Sportmaður nr. 2.