Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sportmannapistill: FH–Keflavík
Þriðjudagur 6. júní 2006 kl. 14:27

Sportmannapistill: FH–Keflavík

Það var mikil spenna í manni fyrir leikinn gegn FH í gærkvöldi. Þetta var jú toppslagur. FH á toppnum með 12 stig og við með 7 stig í öðru sætinu. Maður hefur funið það að í umræðunni undanfarið um Landsbankadeildinna að það þyrfti að stöðva FH-ingana til að halda einhverri spennu í mótinu. Þannig að líklega hafa okkar menn verið með örlitla aukapressu á sér fyrir þennan leik.

Ekki kom það þó fram í byrjun leiksins því við byrjuðum með látum og fengum færi strax á annari mínútu þegar Magnús átti skot sem var varið. Fyrstu 15 mínúturnar vorum við meira með boltann og virtumst hafa tök á leiknum. En á 18 mínútu ver Ómar hörkuskot frá Baldri Bett og boltinn berst út á Sigurvin sem ætlar líklega að gefa fyrir en Jónas reynir að hreinsa en nær boltanum ekki almennilega og boltinn fer í eigið mark. Slysalegt mark það.

Ekki gáfust okkar menn upp við þetta. Þeir héldu áfram baráttunni og hinu góða spili sem sást svo vel í KR-leiknum. Það var síðan á 28 mín að Branco braust upp vinstri kanntinn og gaf fyrir og eftir baráttu í teignum kom skot sem fór í hendi Freys Bjarnasonar og víti dæmt.

Guðmundur Steinarson tekur vítið en skotið var laust og ekki nákvæmt þannig að Daði varði skotið, því miður. Þannig að í staðinn fyrir að fara inn í hálfleikinn með stöðuna 1–1 þá var hún 1-0 FH í vil.

Senni hálfleikurinn var 7 mínútna gamall þegar við fáum á okkur mark. Þetta var heldur klaufalegt hjá varnarmönnum okkar. Einhver misskilningur varð á milli Guðmundar Mete og Brancos sem endaði með því að Atli Viðar Björnsson skaut boltanum í jörðina og yfir Ómar markvörð 2–0 fyrir FH. Það var síðan á 68. mínútu sem við náum að minnka muninn Tóti á þá skot á markið sem fer í Frey Bjarnason og í netið 2–1 og leikurinn galopinn.

Þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma fengum við aðra vítaspyrnu eftir að Símon var felldur innan teigs. Þórarinn tók spyrnuna en lét Daða verja hjá sér.

Ef ekki er hægt að segja að meistaraheppnin sé yfir FH nú hvenær þá.

Keflavíkurliðið var að spila fínan bolta. Bestu menn liðsins voru Hólmar og Jónas. Það er gaman að sjá hversu miklum framförum Hólmar hefur tekið í varnarleiknum. Þá voru Baldur og Guðjón sterkir í vörninni en Guðmundur Mete hefur oft verið betri. Annars er að skapast góð liðheild hjá okkur Keflvíkingum. Mætti ég þó benda á að mér finnst Magnús og Severino ekki verjast vel, góðir sóknarlega en slakir varnarlega.

Það er skammt strórra högga á milli því á fimmtudaginn koma Skagamenn í heimsókn og vil ég hvetja alla Suðurnesjamenn til að koma og hvetja Strákana okkar til sigurs. Leikurinn hefst kl. 19.15. Sportmenn hittast klukkutíma fyrir leik í Holtaskóla.

Formaður Sportmanna Gísli M.Eyjólfsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024