Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sporthúsið opnar formlega á Ásbrú
Arí Elíasson t.h., einn af eigendum Sporthússins í smíðagallanum ásamt félaga sínum.
Laugardagur 15. september 2012 kl. 00:15

Sporthúsið opnar formlega á Ásbrú

Sporthúsið Reykjanesbæ opnar fyrir hádegi á morgun, laugardag. Þar var í dag verið að leggja lokahönd á glæsilega aðstöðu. Starfsemi verður hafin í stöðinni í fyrramálið, eftir formlega opnun klukkan 11. Ari Elíasson, einn eigenda stöðvarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir mikið vera búið að ganga á undanfarna daga, og að árangurinn væri fram úr hans björtustu vonum. Ingi Páll Sigurðsson tók undir með Ara og lagði áherslu á að búið væri að ná þessum frábæra árangri á svo skömmum tíma þar sem allir hefðu lagst á eitt og unnið dag og nótt.

Iðnaðarmenn voru í öllum hornum að klára smáatriðin, en þeim fer fækkandi og í staðinn er mættur her fólks til þess að leggja lokahönd á þrifin. Verið er að prufukeyra hitakerfi í glæsilegum HotYoga sal, hljómflutningstæki í öðrum sal, hlaupabretti í tækjasalnum og setja saman barnadót í barnagæslunni, þannig að fjörið er mikið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eigendur Sporthússins Reykjanesbæ eru Suðurnesjafólkið og hjónin Ari og Eva Lind, ásamt bræðrunum Inga Páli og Þresti Jóni Sigurðssonum, eigendum Sporthússins í Kópavogi.

Ýmsa góða gesti bar að garði þegar undirbúningur stóð sem hæst í dag.