Sport-spurningin
Úrslitakeppnin í körfunni er komin á fullt og nú gefst íþróttaáhugamönnum tækifæri á því að spyrja körfuboltakappana á Suðurnesjum spurninga að eigin vali. Síðar, ef vel tekst til, munum við gefa fólki kost á að spyrja aðra íþróttamenn spurninga. Ef þú hefur áhuga á því að spyrja uppáhalds leikmanninn í þínu liði, t.d. Friðrik Stefánsson í UMFN, spurningar skaltu senda okkur spurninguna á netfangið [email protected] undir nafninu sport-spurning.Með þarf að fylgja nafn leikmanns, liðs og nafn spyrjanda. Við á Víkurfréttum höfum svo sambandi við íþróttakappana og leggjum fyrir þá spurninguna. Ein eða fleiri slíkar spurningar munu svo birtast með svari í VF-sporti!