Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

SpKef styrkir körfuna í Njarðvík
Þriðjudagur 11. janúar 2005 kl. 14:30

SpKef styrkir körfuna í Njarðvík

Sparisjóðurinn í Keflavík og Körfuknattleiksdeild Ungmennafélags Njarðvíkur skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning til tveggja ára. Sparisjóðurinn hefur verið aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla undanfarin ár og nú var ákveðið að styrkja einnig meistaraflokk kvenna hjá UMFN.
Samningurinn nær því til keppnisliða UMFN í meistaraflokki auk þess sem starf körfuknattleiksdeildarinnar í heild nýtur góðs af honum.
Björn Kristinsson, þjónustustjóri SPKEF í Njarðvík og Hafsteinn Hilmarsson frá UMFN undirrituðu samninginn við hátíðlega athöfn þegar íþróttahúsið í Njarðvík var formlega opnað eftir viðamiklar breytingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024