Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

SpKef mótið haldið um næstu helgi
Fimmtudagur 23. nóvember 2006 kl. 14:27

SpKef mótið haldið um næstu helgi

Um næstu helgi fer fram Sp Kef mótið í 5. flokki drengja, sem Barna og unglingaráð knattspyrnudeilda Keflavík og Njarðvík halda sameiginlega. 

 

Þetta er fjórða árið sem þetta mót fer fram og er það að festa sig í sessi sem eitt af stórmótum ársins í þessum flokki. Í ár verða keppendur rétt undir 500 talsins.  Sparisjóðurinn í Keflavík er aðalstyrktaraðili mótsins eins og í fyrra. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma að þessu verkefni þ.á.m. Kaskó og Reykjanesbær. Bæjarbúar eru hvattir til að líta við í Reykjaneshöll og fylgjast með knattspyrnumönnum framtíðarinnar. 

 

Fjör á Intrum-mótinu

Intrum justitia mót Keflavíkur var haldið um síðustu helgi þar sem 42 7. flokks lið úr 9 félögum komu saman og skemtu sér og spiluðu góða knattspyrnu. Alls komu um 400 keppendur á mótið og var mikið fjör í Reykjaneshöllinni.

 

VF-myndir/Þorgils - Frá Intrum-mótinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024