SpKef aðalstyrktaraðili Sundráðs ÍRB
SpKef Sparisjóður og Sundráð ÍRB hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að SpKef Sparisjóður verður aðalstyrktaraðili Sundráðs ÍRB. Einar Hannesson, sparisjóðsstjóri, og Guðmundur Jón Bjarnason, formaður Sundráðs ÍRB, undirrituðu tveggja ára samning í Vatnaveröld.
„Undanfarin ár hefur SpKef verið aðalstyrktaraðili Sundráðs ÍRB, sem leiðir samstarf sunddeilda Keflavíkur og Njarðvíkur undir merkjum ÍRB. Með þessum samningi er gott samstarf styrkt enn frekar og erum við SpKef einkar þakklát fyrir góðan hug og ómetanlegan stuðning“, sagði Guðmundur við tilefnið.
Víkurfréttamynd: Siggi Jóns