Spjaldaglaður dómari í Garðinum
Víðismenn töpuðu fyrir KS/Leiftri 0-2 í fyrstu umferð Íslandsmótsins í 2. deild knattspyrnu karla en leikurinn fór fram á Garðsvelli í gærdag.
Það var Milan Lazarevic sem skoraði bæði mörk leiksins í leik sem var leiðinlegur áhorfs og bar með sér merki um vorbrag. Eins vakti spjaldagleði dómarans athygli sem gaf gult og rautt á víxl og spjaldaði jafnvel sárasaklausa leikmenn sem komu hverrgi nærri brotum.
Meðfylgjandi mynd er úr leiknum í Garðinum í gær.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson