Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Spennuþrungin umferð í 1. deildinni í dag
Laugardagur 22. september 2007 kl. 10:42

Spennuþrungin umferð í 1. deildinni í dag

Heil umferð fer fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag þar sem boðið verður frítt á leik Grindavíkur og Reynis á Grindavíkurvelli. Það er Sparisjóðurinn sem býður knattspyrnuáhugafólki á völlinn. Allir leikir umferðarinnar hefjast kl. 13.30 í dag en þetta er næst síðasta umferð deildarinnar.

 

Njarðvíkingar taka á móti Fjarðabyggð á Njarðvíkurvelli og þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 17 stig.

 

Ef Grindvíkingar ná einu stigi út úr leik dagsins þá hafa þeir tryggt sér sæti í Landsbankadeildinni að ári. Leikurinn er einnig gríðarlega þýðingarmikill fyrir Reynismenn sem hafa aðeins 16 stig í næst neðsta sæti en KA hefur 16 stig á botninum með slakara markahlutfall. KA leikur gegn Leikni í dag og eru mun líklegri til að ná sér í stig í dag því Sandgerðingar leika gegn toppliði Grindavíkur.

 

Leikir dagsins í 1. deild:

 

Þróttur R. – ÍBV

Grindavík – Reynir

Njarðvík – Fjarðabyggð

Víkingur Ó. – Stjarnan

KA – Leiknir

Fjölnir – Þór

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ Paul McShane og félagar í Grindavík geta í dag tryggt sér sæti í Landsbankadeildinni.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024