Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Spennandi rimmur í 32-liða úrslitum Lýsingarbikarsins
Þriðjudagur 22. nóvember 2005 kl. 16:14

Spennandi rimmur í 32-liða úrslitum Lýsingarbikarsins

Bikarmeistarar Njarðvíkur mæta b-liði Fjölnis í 32-liða úrslitum Lýsingarbikars karla í körfuknattleik, en dregið var rétt í þessu. Aðallið Fjölnis mætir hins vegar Keflvíkingum í Sláturhúsinu við Sunnubraut.

Grindvíkingar mæta svo sigurvegaranum úr umspili Hauka b og Brokeyjar og Reynir Sandgerði mætir Hamri Selfossi.

Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram um helgina 10.-11. desember eða þar um bil.

Kvennabikarinn hefst ekki fyrr en í 16-liða úrslitum og verður dregið á sama tíma og í 16-liða úrslitum karla.

VF-mynd úr safni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024