Spennandi keppni í ESSO-Reisbílamótinu
Baráttan í ESSO-Reisbíla mótinu í körtuakstri harðnar stöðugt en 4. umferð mótsins fór fram um helgina. Sigurvegararnir frá því í síðustu keppni komust ekki í efstu sætin en Sveinn Ólafsson varð í fyrsta sætinu að þessu sinni.
Í öðru og þriðja sæti urðu Karl Thoroddsen og Hlynur Einarsson en hann er 16 ára gamall og yngsti ökumaðurinn í keppninni. Hlynur byrjaði ekki mjög vel, snarsneri bílnum í fyrstu beygju og féll niður í síðasta sæti. Eftir það sýndi Hlynur snilldarlega ökumannstakta og náði þriðja sæti. Hafsteinn Sigurðsson og Valdimar Jóhannsson sem eru í efsta sæti mótsins með 16 stig náðu hvorugur stigasæti en Valdimar var síðastur í mark. Sveinn Ólafsson skaut sér upp í þriðja sætið með sigrinum en hann er nú með 15 stig. Sex efstu mennirnir eiga allir möguleika á sigri en keppendur eru samtals 12. Það verður því hörkuspennandi keppni á Gokartbrautinni við Reykjanesbæ á næstu helgi þegar síðasta umferð mótsins fer fram.
Í öðru og þriðja sæti urðu Karl Thoroddsen og Hlynur Einarsson en hann er 16 ára gamall og yngsti ökumaðurinn í keppninni. Hlynur byrjaði ekki mjög vel, snarsneri bílnum í fyrstu beygju og féll niður í síðasta sæti. Eftir það sýndi Hlynur snilldarlega ökumannstakta og náði þriðja sæti. Hafsteinn Sigurðsson og Valdimar Jóhannsson sem eru í efsta sæti mótsins með 16 stig náðu hvorugur stigasæti en Valdimar var síðastur í mark. Sveinn Ólafsson skaut sér upp í þriðja sætið með sigrinum en hann er nú með 15 stig. Sex efstu mennirnir eiga allir möguleika á sigri en keppendur eru samtals 12. Það verður því hörkuspennandi keppni á Gokartbrautinni við Reykjanesbæ á næstu helgi þegar síðasta umferð mótsins fer fram.