Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Spennandi endasprettur framundan í 2. deild
Sunnudagur 30. ágúst 2009 kl. 19:07

Spennandi endasprettur framundan í 2. deild

Reynir töpuðu enn einum leiknum í 2. deild karla í gær þegar þeir lágu gegn KS/Leiftri á Siglufirði. Þeir eru því í þriðja sæti deildarinnar, á eftir Gróttu og UMFN, en þau lið skildu jöfn, 0-0, í Njarðvík á föstudag.


Víðismenn úr Garði unnu svo heimasigur á Tindastóli, 2-1, og eru að sigla lygnan sjó um miðja deild eftir slaka byrjun á mótinu þar sem þeir voru löngum í og við fallbaráttu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Allt stefnir í hörkspennandi lokasprett í deildinni en þegar þrjár umferðir eru eftir er Grótta efst með 38 stig, þá kemur UMFN með 36 og loks Reynir með 34.


Næsta umferð fer fram á fimmtudag og föstudag og eiga Reynismenn heimaleik gegn Hvöt á föstudegi.


Staðan í deildinni


Mynd/HRÓS – Úr leik Njarðvíkur og Gróttu á dögunum