Spennandi barátta um efstu sætin

Keflavíkingar klifra ótrauðir upp stigatöfluna í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Þeir eru nú í öðru sæti með 12 stig eftir sigur á KFÍ í gær, 90 – 105. Sigurður Gunnar Þorsteinsson lét mikið að sér kveða í liði Keflvíkinga, skoraði 28 stig og hirti 14 fráköst. 
 KR og Grindavík eru skammt undan með jafnmörg stig en eiga leik til góða. Þessi tvö lið mætast einmitt í kvöld í Grindavík og verður án efa um hörkuleik að ræða enda baráttan gríðarleg um toppsætin í deildinni. Leikurinn hefst kl. 19:15 og á sama tíma taka Njarðvíkingar á móti Haukum í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 4  stig og þurfa sannarlega á sigri að halda. 
Mynd - Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti stórgóðan leik með Keflavík í gær.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				