Spennan magnast fyrir bikarúrslitaleik kvenna
- hægt að styðja við bakið á sínu liði með því að kaupa miða í forsölu
Forsala á bikarúrslitaleik Keflavíkur og Grindavíkur í Poweradebikar kvenna í körfuknattleik mun hefjast í þessari viku. Leikurinn fer fram laugardaginn 21. febrúar í Laugardalshöll.
Á heimasíðu Keflavíkur er greint frá því að miðinn kosti 2000 kr. í forsölu en 2500 kr. á leikdegi – og gildir miðinn á báða úrslitaleikina, í kvenna og karlaflokki. Séu miðar keyptir í forsölu hjá félögunum fær viðkomandi félag þær tekjur óskiptar. Tekjum af þeim miðum sem keyptir eru midi.is eða við innganginn á leikdegi skiptast á milli þeirra liða sem leika til úrslita.
Nánar verður auglýst síðar hvernig nálgast má miða og því rétt að fylgjast með á vefsíðu félagsins eða á stuðningsmannasíðu þess á Facebook!