Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Spennan eykst í annarri deild
Þróttur heldur toppsætinu í annarri deild þegar átta umferðir eru eftir.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 29. júlí 2021 kl. 10:24

Spennan eykst í annarri deild

Það er óhætt að segja að önnur deild karla í knattspyrnu sé jöfn og baráttan um að komast upp sé jöfn og fari harðnandi. Heil umferð var leikin í gær og þrátt fyrir jafntefli eru Þróttarar enn efstir.

Þróttur - ÍR 0:0

Þróttarar tóku á móti liði ÍR í gær á Vogaídýfuvellinum. Jafnræði var með liðunum framan af en ÍR-ingar misstu mann af velli með rautt spjald á 78' mínútu og eftir það tóku Þróttarar völdin.

Þróttur skoraði mark undir lok leiks en aðstoðardómarinn dæmdi brot á sóknarmann Þróttar og markið því ekki gilt. Markalaust jafnrtefli niðurstaðan og Þróttur situr á toppnum með 29 stig og þriggja stiga forskot á Völsung sem er komið í annað sæti eftir fimm sigra í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KV- Njarðvík 3:1

Njarðvík heimsótti KV í vesturbænum í gær. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en Njarðvík var í fjórða sæti á betri markatölu og KV í því fimmta.

KV skoraði snemma í leiknum (7') og bættu við öðru marki fyrir leikhlé (40') svo staðan varr 2:0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik minnkaði Bergþór Ingi Smárason muninn fyrir Njarðvík (56') en KV jók muninn aftur í tvö mörk á 69. mínútu.

Njarðvík situr nú í fimmta sæti með 22 stig en KV fór upp í þriðja sæti með 25 stig.

Njarðvík og KV gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leik liðanna.

Kári - Reynir 3:3

Staða Reynis breyttist ekkert eftir leik þeirra við Kára upp á Skaga. Fyrir leik voru þeir í níunda sæti en lið Kára en í því næstneðsta.

Kári komst yfir snemma í fyrri hálfleik (10') en mörk þeirra Magnúsar Magnússonar (14') og Ása Þórhallsonar (18') sneri dæminu við. Á lokamínútu fyrri hálfleik jöfnuðu Káramenn þó leikinn (45') og staðan 2:2 í hálfleik.

Á 73. mínútu komst Kári í 3:2 og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma þegar Hörður Sveinsson tryggði Reynismönnum eitt stig (90'+1).

Staðan í neðri hlutanum er svo til óbreytt, Reynir er enn í níunda sæti með fjórtán stig en Kári í því tíunda með sjö stig.

Hörður Sveinsson að skora gegn Völsungi en hann er markahæstur Reynismanna í deildinni með sex mörk.