Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Spenna og gleði á jólamóti í boccia
Föstudagur 13. desember 2013 kl. 12:30

Spenna og gleði á jólamóti í boccia

Fyrsta jólamót eldri borgara í boccia á vegum Samsuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) var haldið mót í TM-höllinni við Sunnubraut í Reykjanesbæ í morgun. Ellefu lið mættu til leiks og sönn leikgleði og íþróttaandi ríktu meðal keppenda.

Lið 5 frá Reykjanesbæ sigraði og það var skipað þeim Sigríði, Guðbjörgu og Jóni. Annað sætið féll í skaut liðs 1 frá Reykjanesbæ, þeim Hákoni, Ísleifi og Nóa. Eftir æsispennandi keppni um bronsið krækti lið Reykjanesbæjar 2 í það, þau Eva, Emil og Jóna Björg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vogar voru með lið sem keppti á sínu fyrsta móti og liðsmenn og -konur þess voru ánægð með þátttökuna og sögðu mestu máli skipta að hitta fólkið og njóta dagsins saman. Það væri ekki sjálfgefið að rífa sig upp snemma að morgni til að mæta í keppni, sérstaklega í færð og veðri eins og í morgun.

Olga Björt var á staðnum og myndaði stemmninguna.

Silfur„refirnir“ í liði 1 frá Reykjanesbæ.

Bronshafarnir í liði 2 frá Reykjanesbæ.

Lið Vogabúa sem tók þátt á sínu fyrsta móti, ásamt þjálfara sínum.

Mikið keppnisfólk.

Fylgst grannt með stigagjöf ásamt Hafþóri Barða Birgissyni, tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar.

   Allir að kvitta.

Einbeitingin leyndi sér ekki.

Vanir menn.

Jólailmkerti og piparkökur til að magna upp jólastemmninguna.