Spenna í Hólminum!
Góð stemmning er á pöllunum í Fjárhúsinu í Stykkishólmi þar sem Keflvíkingar og Snæfellingar mætast í fjórða leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Stuðningsmenn Keflvíkinga hafa komið sér fyrir í bróðurparti stúkunnar. Mikill fjöldi Keflvíkinga fylgdi sínum mönnum, um tvöfalt fleiri en mættu síðast í Hólminn.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.
VF-Símamynd