Spenna á toppnum
Útlitið dökkt á botninum hjá Grindvíkngum
Keflvíkingar eru enn samhliða Skallagrímskonum á toppi Domino’s deildarinnar í körfubolta eftir sigur í spennuleik gegn Haukum í gær. Lokatölur 65:68 þar sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig fyrir Keflvíkinga.
Grindvíkingar töpuðu á sama tíma gegn hinu toppliðinu á heimavelli sínum nokkuð stórt, en þær grindvísku eru enn að bíða eftir því að erlendur leikmaður þeirra fái leikheimild. Grindvíkingar eru á botninum í deildinni, fjórum stigum frá næsta liði.
Sömuleiðis töpuðu Njarðvíkingar stórt þegar þær heimsóttu Stjörnuna, lokatölur 80:59 þar sem Carmen skoraði 32 stig og tók 17 fráköst.
Tölfræðin
Grindavík-Skallagrímur 67-83 (20-25, 12-17, 13-20, 22-21)
Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 19/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 19/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 12/10 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 9, Íris Sverrisdóttir 5, Lovísa Falsdóttir 3.
Stjarnan-Njarðvík 80-59 (20-11, 18-17, 21-14, 21-17)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 32/17 fráköst/3 varin skot, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 10/12 fráköst, María Jónsdóttir 7/11 fráköst, Ína María Einarsdóttir 6, Björk Gunnarsdótir 4.
Haukar-Keflavík 65-68 (17-13, 17-24, 16-21, 15-10)
Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 23/5 fráköst/6 stolnir, Ariana Moorer 19/15 fráköst/6 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 1.
Staða:
1 Keflavík 17 13 4 1239 - 1056 26
2 Skallagrímur 17 13 4 1271 - 1122 26
3 Snæfell 17 12 5 1215 - 1074 24
4 Stjarnan 17 10 7 1122 - 1111 20
5 Njarðvík 18 7 11 1246 - 1386 14
6 Valur 17 6 11 1245 - 1255 12
7 Haukar 17 5 12 1042 - 1184 10
8 Grindavík 18 3 15 1161 - 1353 6