Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sparisjóðurinn styrkir Víðismenn
Þriðjudagur 8. júní 2004 kl. 12:39

Sparisjóðurinn styrkir Víðismenn

Í dögunum var undirritaður samstarfssamningur Sparisjóðsins í Keflavík og Knattspyrnufélagsins Víðis.  Í samningnum felst styrkur Sparisjóðsins til reksturs starfsemi félagsins.  Sparisjóðurinn hefur verið öflugur styrktaraðili félagsins í gegnum tíðina og með samningnum er það samstarf fest enn í sessi. 
„Við þökkum Sparisjóðnum í Keflavík kærlega fyrir stuðninginn og munum glaðir og stoltir halda merki hans hátt á lofti“, sagði Einar Jón Pálsson, formaður Víðis eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.
Á myndinni má sjá Geirmund Kristinsson, sparisjóðsstjóra, Einar Jón Pálsson, formann Víðis og Baldur Guðmundsson, markaðsstjóra SpKef undirrita samninginn fyrir framan nokkra af leikmönnum Víðisliðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024