Sparisjóðurinn styrkir torfæruna
Sparisjóðurinn í Keflavík veitti Gunnari Ásgeirssyni torfærukappa styrk fyrir þátttöku í Íslandsmeistaramótinu í torfæru. Samningurinn var undirritaður við smábátahöfnina og settist Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri undir stýri á torfærutröllinu í tilefni dagsins. Gunnar Ásgeirsson sagði við þetta tækifæri að styrkur Sparisjóðsins skipti gríðarlega miklu máli og bætti við að ef styrktaraðila nyti ekki við þá myndi hann ekki keppa. Gunnar tekur þátt í torfærukeppni sem fram fer í Stapafelli á sunnudag og hefst keppnin klukkan 13:00.VF-ljósmynd: Sparisjóðsstjórinn kunni ágætlega við sig undir stýri á torfærutröllinu.