Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 14. janúar 1999 kl. 18:52

SPARISJÓÐURINN ÁFRAM AÐALSTRYKTARAÐILI KEFLVÍKINGA

Sparisjóðurinn verður áfram aðal styrktaraðili efstu deildarliðs Keflvíkinga í knattspyrnu og voru samningar þess efnis undirritaðir í fyrradag. Forráðamenn beggja aðila eru ánægðir með samstarfið og sögðust við undirskriftina vonast til að það yrði jafn öflugt og það hefði verið undanfarin ár en Sparisjóðurinn hefur verið einn stærsti styrktaraðili knattspyrnunnar í Keflavík. Við þetta tækifæri var greint frá stöðu mála í leikmannamálum liðsins fyrir komandi keppnistímabil. Einn leikmaður hefur farið frá liðinu en það er Guðmundur Steinarsson sem fór til KA. Þrír eru komnir til liðsins, þeir Zoran Ljubicic frá Grindavík, Kristján Brooks frá ÍR og Jóhann Benediktsson frá KVA á Austurlandi en sá síðastnefndi á ættir sínar að rekja til Keflavíkur. Aðrir leikmenn sem léku með liðnu á síðasta keppnistímabili hafa skrifað undir nýja samninga við liðið. Við Zoran og Kristján voru gerðir 3ja ára samningar en 2ja ára samningur við Jóhann. Hann hefur leikið sex unglingalandsleiki og hefur dvalið á Eskifirði og leikið með KVA sem er sameinað lið Vals á Reyðarfirði og Austra á Eskifirði en það gerði sér lítið fyrir og sló út lið bikarmeistara Keflavíkur sl. sumar. Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið sér framkvæmastjóra en hann heitir Steinbjörn Logason. Hann verður í fullu starfi hjá deildinni og er með opið virka daga kl. 10-17. Steinbjörn sagðist vonast til að sjá sem flesta knattspyrnuáhugamenn á skrifstofunni til að ræða knattspyrnumálin. Aðalfundur Knattspyrnuráðs verður haldinn sunnudaginn 31. janúar nk. í Iðnsveinafélagshúsinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024