Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sparisjóðsvöllur annar mesti sótti völlur landsins
Þriðjudagur 16. september 2008 kl. 18:05

Sparisjóðsvöllur annar mesti sótti völlur landsins

Keflvíkingar eru duglegir að styðja sitt lið í Landsbankadeild karla, enda er liðið í efsta sæti í deildarinnar. Þegar 19. umferðum er lokið hafa 1430 manns mætt að meðaltali á heimaleiki Keflavíkur í sumar. Flestir áhorfendur eru að meðaltali á heimaleikjum KR, en þar mæta að jafnaði 2.022 áhorfendur.

Grindvíkingar eru ekki jafn duglegir og nágrannar þeirra að mæta á heimaleiki liðsins. Að meðaltali hafa 826 áhorfendur séð leiki Grindavíkur á Grindavíkurvelli í sumar og reka lestina af liðunum í deildinni.



VF-MYND/Hilmar Bragi: Sparisjóðvöllur í Reykjanesbæ hefur verið þéttsetinn í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024