Sparisjóðssundmót ÍRB um helgina
Hið árlega Sparisjóðsmót ÍRB í sundi fer fram í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ 15. – 17. maí.
Keppt verður í 50m laug fyrir 13 ára og eldri í fjölmörgum keppnisgreinum, með beinum úrslitum og keppt verður í 25m laug fyrir 12 ára og yngri einnig með beinum úrslitum. Eldri keppa fyrir hádegi og yngri eftir hádegi.
Líkt og í fyrra, þá munu 8 ára og yngri synda kl. 16:30 á föstudegi og hjá þeim mun Sjóræningjaleikurinn vinsæli verða á sínum stað og dúndrandi Eurovision stemming verður á sundmótinu alla helgina. Mótið hefst kl. 08:30 og lýkur kl. 17:00 bæði laugardag og sunnudag.