Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 26. janúar 2001 kl. 10:23

Sparisjóðsmót NES í bogfimi

Íþróttafélagið NES hélt sitt fyrsta mót í bogfimi miðvikudaginn 10. janúar sl. í íþróttahúsi Heiðarskóla.
NES er búið að vera með æfingar í bogfimi í eitt ár en það voru Víkurfréttir sem gáfu félaginu 5. stykki af bogum og öllu tilheyrandi þegar Víkurfréttir urðu 20 ára. Átta keppendur mættu til leiks og var keppt í þremur flokkum, opnum fl. karla, opnum fl. kvenna og fl. fatlaðra, karlaflokki.
Fyrsti sigurvegari NES í bogfimi varð Guðmundur Ingibersson, öðru sæti náði Arnar Már Ingibjörnsson, í þriðja sæti varð Vilhjálmur Jónsson og fjórða sæti Konráð Ragnarsson.
Í opnum fl. kvenna varð sigurvegari Rut Ingólfsdóttir og Lára Ingimundardóttir í öðru sæti. Í opnum fl. karla sigraði Bjarki Egilsson og öðru sæti náði Hreggviður Ársælsson.
Sparisjóðurinn í Keflavík gaf alla verðlaunapeninga á þessu móti ásamt því að allir fengu þátttökupening fyrir þeirra keppni. Þetta verður árlegur viðburður hjá okkur í framtíðinni og komum við til með að eiga gott samstarf áfram eins og ávallt við Víkurfréttir sem gáfu okkur bogana og alla þá fylgihluti sem þarf í bogfimi og Sparisjóðinn í Keflavík sem gáfu okkur öll verðlaunin á mótinu. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024