Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Spá Subway-deildar karla birt í hádeginu
Grindavík er spáð efst í þriðja sæti á komandi leiktíð. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 28. september 2023 kl. 12:35

Spá Subway-deildar karla birt í hádeginu

Suðurnesjaliðunum er ekki spáð neitt sérstöku gengi í Subway-deild karla vetur en spáin var gerð opinber á kynningarfundi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldinn á Grand Hótel í hádeginu.

Annars vegar er spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Subway-deild og 1. deild karla og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway-deild karla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmiðlar spá Grindavík í þriðja sæti  en forsvarsmenn félaganna spá þeim í sjötta sæti. Báðar spár setja Keflavík í það fimmta og Njarðvík í níunda sæti.

Þrótti er spáð tíunda sæti á sínu fyrsta tímabili í næstefstu deild karla en Þróttarar urðu deildarmeistarar í 2. deild og fóru taplausir í gegnum tímabilið í fyrra.