Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Spá Keflavík fjórða sæti og Grindavík sjöunda
Föstudagur 7. maí 2010 kl. 13:18

Spá Keflavík fjórða sæti og Grindavík sjöunda


Keflvíkingum er spáð fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og Grindvíkingum sjöunda sæti, samkvæmt spá knattspyrnuvefsins fotbolti.net sem fékk tíu valinkunna knattspyrnusérfræðinga til að spá í spilin.

„Keflavík mætir til leiks með sterkan hóp og Willum Þór Þórsson er virkilega hæfur þjálfari sem nær alltaf árangri hvar sem hann kemur. Liðið olli vonbrigðum í fyrra en hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu og eru klárlega með vaska sveit manna sem gerir ekkert annað en tilkall að titlinum. Willum hefur alltaf náð góðum árangri á fyrsta ári með sín lið og lið Keflavíkur lofar góðu undir hans stjórn,“ segir m.a. í umsögn um Keflavíkurliðið á fotbolti.net.

„Grindavík ætlar sér stóra hluti í sumar en það hefur verið erfitt að spá mikið í liðið þar sem Luka Kostic þjálfari hefur róterað liðinu nokkuð mikið á undirbúningstímabilinu. Þeir virkuðu nokkuð sannfærandi í Lengjubikarnum. Liðið gæti á góðum degi unnið alla en á slæmum degi tapað fyrir öllum. Margir ungir leikmenn hafa spilað í vetur og það er spurning hvernig þeir eiga eftir að koma út,“ segir m.a. í umsögn um lið Grindavíkur.

www.fotbolti.net

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg